Ertu forvitin(n) um hvernig raunverulegir öryggisgallar líta út? Langar þig að verða vitni að bankaráni?

Sparion er nýr banki sem ætlar að herja inn á íslenskan markað á næstunni. Bankinn hefur látið útbúa netbanka, en netbankinn var hannaður og smíðaður af hugbúnaðarfyrirtæki sem er ekki þekkt fyrir að setja öryggi í fyrsta sæti.

Starfsmenn Syndis ætla að gera úttekt á netbanka Sparion í beinni útsendingu og kynna um leið nokkra þekkta öryggisgalla sem hafa verið misnotaðir í raunverulegum netárásum.

Kynningin, sem er opin öllum, óháð tækniþekkingu, fer fram milli 13:00 og 14:00, laugardaginn 6. febrúar, og er hluti af tæknidegi UTmessunnar.

Skráðu þig á viðburðinn á Facebook svo þú missir örugglega ekki af ráninu!