Hvað er Gagnaglíman

Gagnaglíman er Netöryggiskeppni sem haldin er af Gagnaglímufélagi Íslands. Markmið keppninnar er að vekja áhuga ungmenna á tölvuöryggi og hvetja til þjálfunar á því sviði. Þar að auki er keppnin undankeppni íslands fyrir European Cyber Security Challenge (ECSC).

Hvað er ECSC?

Evrópska netöryggiskeppnin, ECSC, er keppni sem haldin er af frumkvæði Netörygisstofnun Evrópu, European Union Agency for Cybersecurity (ENISA). Markmið keppninnar er að efla þjálfun á sviði tölvuöryggis í Evrópu.

Hverjir hafa þátttökurétt í Gagnaglímunni?

Þátttakendur verða að vera á 25 ára eða yngri (fæddir 1997 eða seinna og vera frá Íslandi, samkvæmt reglum ECSC. Forkeppnin er þó opin öllum, en aðeins þeir sem hafa þátttökurétt í ECSC geta unnið þátttökurétt í landskeppninni.

Hvernig fer keppnin fram?

Forkeppni Gagnaglímunnar er alla jafna haldin í byrjun árs á Netinu. Öllum er frjálst að taka þátt. Þeim keppendum sem standa sig best í forkeppninni verður boðið að taka þátt í landskeppninni. Aðeins þeir sem hafa þáttökurétt í ECSC hafa þátttökurétt í landskeppninni.

Landskeppni Gagnaglímunnar er svo haldin að vori til. Þeir keppendur sem standa sig best í landskeppninni er boðið að taka þátt í þjálfunarprógrammi yfir sumarið og haustið. Úr þeim hópi er svo valinn allt að 10 manna hópur til að taka þátt Evrópsku netöryggiskeppnin, ECSC, fyrir Íslands hönd, en sú keppni fer fram seint á haustin.

Þarf ég að nota eitthvað ákveðið stýrikerfi?

Nei, öll verkefnin er hægt að leysa óháð stýrikerfi. Ekkert stýrikerfi hentar betur en annað. Notaðu bara það stýrikerfi sem þú þekkir best.

Spurningin mín er ekki hérna!

Þá getur þú haft samband við okkur með því að senda tölvupóst á gagnagliman@gagnagliman.is.