Forkeppninni lauk rétt fyrir miðnætt í gær. Við viljum þakka öllum sem tóku þátt.

Núna munum við fara yfir niðurstöður keppninnar og bjóða þeim sem hafa keppnisrétt að taka þátt í landskeppninni.

Niðurstöður keppninnar má finna á https://0xa.is/scoreboard.

Smá tölfræði úr keppninni

  • Keppnin samanstóð af 43 verkefnum, sem veittu frá 5 upp í 500 stig
  • 82 keppendur tóku þátt
  • Að meðaltali leysti hver keppandi tæplega 15 verkefni
  • Að meðaltali hlaut hver keppandi 1134 stig
  • Einn keppandi leysti öll verkefnin